Aðalfundur FHSS árið 2023 afstaðinn
Aðalfundur félagsins fór fram í húsakynnum BHM mánudaginn 23. mars
Aðalfundur FHSS kom saman á 4. hæð í Borgartúni 6 í hádeginu í gær. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf félagsins. Steinar Örn Steinarsson formaður stjórnar félagsins fór yfir skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og þá voru ársreikningar félagsins samþykktir. Þá samþykkti aðalfundur einnig tillögu stjórnar um heildarendurskoðun á lögum félagsins.

Á fundinum fór fram kjör í stjórn félagsins en það voru laus sæti tveggja aðalmanna og eins varamanns. Jóhanna Norðdahl og Kristján Eiríksson voru sjálfkjörin í sæti aðalmanna til tveggja ára. Þá var Hugrún R. Hjaltadóttir sjálfkjörin í sæti varamanns. Nýkjörin stjórn FHSS þakkar félagsfólki fyrir traustið sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsins næsta ár.