Beint í efni

Starfs og endurmenntun

Örar breytingar á vinnuumhverfi og verkefnum gera símenntun stöðugt mikilvægari, fyrir starfsánægju, öryggi og umbun. Bandalag háskólamanna rekur tvo sjóði sem tengjast starfs- og endurmenntun og félagar í FHSS geta sótt í.

Starfsmenntunarsjóður

Sjóðurinn styrkir sjóðfélaga vegna kostnaðar sem fellur til vegna sí- og endurmenntunar sem tengist verkefni, starfi, eða fagsviði umsækjenda.

Sjóðurinn veitir styrki til félagsmanna vegna náms og einstakra námskeiða, ráðstefna, málþinga og kynnisferða innan lands sem utan. Styrkhæf verkefni þurfa að jafnaði að varða fagsvið eða starf sjóðsfélaga.

Rétt í Starfsmenntunarsjóði BHM eiga þeir sem greitt hefur verið fyrir starfsmenntunar­sjóðsframlag í samtals 6 mánuði, þar af 3 samfellda.

Umsóknum í Starfsmenntunarsjóð skal skilað rafrænt á Mínum síðum á vef BHM. Starfsmenn sjóðsins afgreiða umsóknir samkvæmt úthlutunarreglum.

Allir umsækjendur fá svarpóst þar sem fram kemur hvort umsóknin hefur verið samþykkt eða ekki og hvaða gögnum þurfi að skila til þess að unnt sé að greiða styrkinn út.

Upplýsingar og aðstoð

Starfsmenn Þjónustuvers sjóða BHM veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr Starfsmenntunarsjóði.

Sími: 595 5100

Netfang: sjodir@bhm.is

Starfsþróunarsetur háskólamanna

Tilgangur Starfsþróunarseturs háskólamanna er að stuðla að framgangi háskólamenntaðra félagsmanna aðildarfélaga BHM sem aðild eiga að setrinu og framþróun stofnana með markvissri starfsþróun.

Setrinu er ætlað að hvetja stofnanir til að styðja starfsmenn til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, bæta við og/eða endurnýja menntun sína og veita þeim tækifæri til að þróa faglega hæfni og viðhalda þannig verðgildi sínu á vinnumarkaði.

Starfsþróunarsetrið styrkir nám á háskólastigi eða faglegt nám. Skólagjöld, námskeiðisgjöld, ráðstefnugjöld og ferðakostnaður er styrkhæft úr Starfsþróunarsetrinu. Sótt er um á Mínum síðum á vef BHM.

Einstaklingar sem starfa á opinberum vinnumarkaði (ríki eða sveitarfélagi) öðlast réttindi í Starfsþróunarsetrið strax og greitt hefur verið iðgjald fyrir þá.

Upplýsingar og aðstoð

Starfsmenn Þjónustuvers sjóða BHM veita upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr Starfsþróunarsetri háskólamanna.

Sími: 595 5100

Netfang: sjodir@bhm.is

Framkvæmdastjóri Starfsþróunarseturs háskólamanna er Kristín Jónsdóttir Njarðvík - kristin@starfsthroun.is