Beint í efni

Orlofs- og desemberuppbót

Með hugtökun orlofsuppbót og desemberuppbót er átt við sitthvora tegund persónuuppbóta. Orlofsuppbót er ýmist greidd 1. júní eða 1. maí, en desemberuppbót skal greiða 1. desember. Í báðum tilvikum er um að ræða fasta krónutölu og á hana bætist ekki orlof.

Desemberuppbót

2023: 103.000 kr.

2022: 98.000 kr.

2021: 96.000 kr.

2020: 94.000 kr.

Orlofsuppbót

2023: 56.000 kr.

2022: 53.000 kr.

2021: 52.000 kr.

2020: 51.000 kr.