Beint í efni

Stjórn FHSS

Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu.

Stjórn FHSS 2023 - 2024

Eftir aðalfund í mars 2023 skipa eftirfarandi stjórn félagsins:

Formaður

Steinar Örn Steinarsson / formadur@fhss.is (2022-2024)

Stjórnarmenn

 • Herdís Helga Schopka (2022-2024)
 • Benedikt Hallgrímsson (2022-2024) - Lét af störfum í ágúst 2023
 • Jóhanna Norðdahl (2023-2025)
 • Kristján Eiríksson (2023-2025)

Varamenn

 • Hrafnkell Tumi Kolbeinsson, fyrsti varamaður (2022 - 2024) - Tók sæti sem aðalmaður í stjórn í ágúst 2023
 • Hugrún R. Hjaltadóttir, annar varamaður (2023 - 2024)
Stjórn FHSS f.v. t.h. Benedikt Hallgrímsson ritari, Steinar Örn Steinarsson formaður, Herdís Helga Schopka varaformaður, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson fyrsti varamaður, Jóhanna Norðdahl gjaldkeri og Kristján Eiríksson vefstjóri.

Eldri stjórnir

Hlutverk stjórnar

Stjórn FHSS ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu. Stjórnin fer með umboð félagsins til kjarasamninga.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm fulltrúum; formanni, varaformanni, ritara, vefstjóra, gjaldkera og meðstjórnanda sem kosnir skulu á aðalfundi. Auk þess skal kjósa tvo varamenn. Formann skal kjósa sérstaklega. Á fyrsta fundi eftir aðalfund skiptir stjórnin að öðru leyti með sér verkum.

Í lögum Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins segir um stjórn félagsins:

Stjórn félagsins skipa 5 fulltrúar sem kosnir skulu á aðalfundi.

 • Formaður skal kosinn sérstaklega, en stjórnarmenn velja sjálfir varaformann úr sínum hópi og skipta með sér verkum gjaldkera, vefstjóra og ritara.
 • Kjósa skal tvo varamenn í stjórn sem fyrsta og annan varamann. Taka þeir sæti í stjórn í þeirri röð í forföllum stjórnarmanna.
 • Kjörtímabil stjórnarmanna er tvö ár. Annað árið skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn og fyrsta varamann en hitt árið tvo stjórnarmenn og annan varamann. Endurkjör er heimilt en enginn skal þó sitja lengur í stjórn en fjögur kjörtímabil samfellt eða alls átta ár.
 • Láti þrír eða fleiri stjórnarmenn af störfum á kjörtímabili skal innan mánaðar boða til félagsfundar með a.m.k. viku fyrirvara til þess að kjósa aðra í þeirra stað.
 • Sé kosið, hvort sem er á aðalfundi eða félagsfundi, í stað stjórnarmanns sem látið hefur af störfum skal sá stjórnarmaður sem við tekur sitja út kjörtímabil þess er lét af störfum.
 • Kosning stjórnar skal fara fram skriflega og leynilega. Séu aðeins jafnmargir í framboði og kjósa á, teljast þeir réttkjörnir án atkvæðagreiðslu.