Beint í efni

Stjórn FHSS

Stjórn félagsins ber ábyrgð á rekstri félagsins, skrifstofuaðild og fjársýslu.

Stjórn FHSS 2025 - 2026

Eftir aðalfund í apríl 2025 skipa eftirfarandi stjórn félagsins:

Formaður

Steinar Örn Steinarsson / formadur@fhss.is (2024-2026)

Stjórnarmenn

  • Kristján Eiríksson (2025-2027)
  • Brynja Stephanie Swan (2024-2026)
  • Hrafnkell Tumi Kolbeinsson (2024-2026)
  • Guðmundur Þórir Steinþórsson, (2025-2027)

Varamenn

  • Elísabet Gísladóttir, fyrsti varamaður (2025-2026)
  • Anna Jónsdóttir, annar varamaður (2025 - 2026)
F.h. Steinar Örn Steinarsson, formaður, Brynja Stephanie Swan, Guðmundur Þórir Steinþórsson, Anna Jónsdóttir, Elísabet Gísladóttir, Kristján Eiríksson og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson.

Eldri stjórnir

Hlutverk stjórnar

Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og er málsvari þess. Hún gætir þess að lögum og samþykktum félagsins sé framfylgt og fer með umboð félagsins til kjarasamninga. Stjórn ber jafnframt ábyrgð á fjármálum og rekstri félagsins.

Í lögum Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins segir m.a. um stjórn félagsins:

  • Stjórn félagsins er kosin á aðalfundi og skal skipuð fimm félögum og tveimur til vara. Formann skal kjósa sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórn með sér verkum og ákveður hver sé varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Formaður getur boðað varafulltrúa til þátttöku í starfi stjórnar og hefur hann þá málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt nema ef aðalfulltrúi forfallast.
  • Kjörtímabil stjórnar er tvö ár. Annað árið skal kjósa formann og tvo stjórnarmenn og hitt árið tvo stjórnarmenn. Kjósa skal tvo varamenn í stjórn til eins árs. Annars vegar fyrsta varamann og hins vegar annan varamann. Taka þeir sæti í stjórn í þeirri röð í forföllum stjórnarmanna.
  • Enginn skal sitja lengur en átta ár samfellt sem aðalfulltrúi í stjórn. Fyrri störf formanns og varamanna í stjórn skulu þó undanskilin.