Beint í efni

Aðalfundarboð 2023

Aðalfundur Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) verður haldinn 23. mars n.k. frá kl. 16:00 - 17:00 í Borgartúni 6 á 4. hæð.

Skráning

Félagar sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur.

Dagskrá fundar

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári.
  3. Lagðir fram til samþykktar yfirfarnir ársreikningar félagsins með áritunum skoðunarmanna.
  4. Lagabreytingar lagðar fram.
  5. Ákvörðun um félagsgjald og þóknanir fyrir stjórnar- og nefndarstörf.
  6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.
  7. Önnur mál sem fram koma eða boðuð hafa verið í fundarboði.

Fundargögn

Inn á vefsíðu félagsins má finna þau fundargögn sem liggja fyrir fundinn. Athugið að öll fundargögn munu birtast á vefsíðu félagsins í síðasta lagi einum sólarhring áður en fundur hefst. Athugið að meðal fundargagna er tillaga að heildarendurskoðun á lögum félagsins sem verður tekin fyrir á fundinum.

Kosningar stjórnar og skoðunarmanna reikninga

Á fundinum verður kosið í eftirfarandi embætti:

  • Tveir aðalmenn í stjórn til tveggja ára.
  • Einn varamaður í stjórn til tveggja ára
  • Einn skoðunarmaður reikninga til tveggja ára.
  • Einn varamaður skoðunarmanns reikninga til eins árs.