Aðalfundur 2025
Aðalfundur FHSS var haldinn þann 28. apríl sl. þar sem m.a. var farið yfir starfsemi félagsins á nýliðnu starfsári.
Ekki var kosið um embætti formanns þetta árið og voru þeir Kristján Eiríksson og Guðmundur Þórir Steinþórsson sjálfkjörnir í stjórn félagsins og þær Elísabet Gísladóttir og Anna Jónsdóttir sjálfkjörnar í sæti fyrsta og annars varamanns.
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins skipa þau Steinar Örn Steinarsson, Brynja Stephanie Swan, Hrafnkell Tumi Kolbeinsson og Guðmundur Þórir Steinþórsson ásamt varamönnunum Elísabetu Gísladóttur og Önnu Jónsdóttur.
Lagabreytingar voru afgreiddar á fundinum og má lesa lög félagsins í heild sinni hér:
Fundurinn var vel sóttur og er fundargerð ásamt ársskýslu félagsins aðgengileg á heimasíðu félagsins. Stjórn félagsins þakkar félagsfólki fyrir mætinguna og hvetur félagsfólk til að hafa samand við félagið við hvert tilefni.