Styrkir og sjóðir FHSS
Með aðild að FHSS opnast möguleikar á margvíslegum styrkjum. Þar skiptir þátttaka félagsins í BHM miklu máli
Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins er aðili að BHM og félagar okkar geta sótt um ýmsa styrki úr sjóðum sem þjónustaðir eru af BHM:
- Sjúkrasjóður – fyrir félagsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði.
- Styrktarsjóður – fyrir félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarkaði.
- Orlofssjóður – fyrir félagsmenn á opinberum og almennum vinnumarkaði.
- Starfsmenntunarsjóður – fyrir félagsmenn á opinberum og almennum vinnumarkaði.
- Starfsþróunarsetur háskólamanna – fyrir einstaklinga, stofnanir, stéttarfélög og samningsaðila.
Sótt er um alla ofangreinda styrki gegnum Mínar síður BHM
Þjónustuver BHM veitir félagsmönnum aðildarfélaga upplýsingar og aðstoð vegna umsókna um styrki úr sjóðum bandalagsins, umsókna um orlofskosti o.fl.
Upplýsingar og aðstoð
Ef þú ert enn með spurningar sem ekki er svarað hér fyrir ofan hvetjum við þig til að hafa samband við skrifstofu SBU.
Þú getur sent inn fyrirspurn, til dæmis varðandi úthlutun úr sjóðunum.
Þú getur líka stofnað formlega þjónustubeiðni sem fer sjálfkrafa inn í málaskrár kerfi okkar, til dæmis vegna umfangsmikilla eða viðkvæmra erinda
Loks má bóka símtal við sérfræðing, ef þú heldur að það eigi betur við.
Þjónustuskrifstofa FHSS er til húsa í Borgartúni 6 (sama húsi og BHM). Hún er opin alla virka daga frá kl. 9-12 og 13-16. Síminn er 595 5165.