Streita og kvíði
Hvernig tökumst við á við streitu og kvíða?
Í fyrirlestrinum verður farið yfir hvað streita er, áhrif hennar á líf okkar og hvernig við getum tekist á við hana. Á meðal þess sem snert er á eru þeir innri og ytri þætti sem geta valdið streitu.
Þóra Sigfríður Einarsdóttir er sálfræðingur og starfar hjá Domus Mentis geðheilsustöð. Þar sinnir hún einkum fólki sem hefur orðið fyrir áföllum, s.s. slysi, ofbeldi eða missi. Einnig vinnur hún með kvíðavanda, sjálfsmynd og handleiðslu einstaklinga og hópa.
Félagsfólk er velkomið að hlýða á fyrirlesturinn í sal BHM í Borgartúni 6, 4. hæð.
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og upptakan gerð aðgengileg í viku í kjölfarið á lokuðu svæði fyrir félagsfólk á vef BHM.
Ný námskeið hjá Akademias
Að takast á við ágreining með Helga Guðmundssyni
Skyndihjálp með Rauða Krossinum
Textaskrif fyrir vefsíður til að ná árangri á Google með Berglindi Ósk
Qigong - Skapandi mannauður í lífsorku og gleði með Þorvaldi Inga
Jóga fyrir jafnvægi í hraða nútíma samfélags með Addý Hrafns
Sjálfbærni – Hvað er það og afhverju skiptir það máli með Gunnari Magnússyni Deloitte
Akademias í gegnum BHM er félagsfólki að kostnaðarlausu. Aðgangurinn gildir út janúar 2023.