Beint í efni

Staða kjaraviðræðna

Í lok síðustu viku náði BHM rammasamkomulagi við ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga ásamt öðrum heildarsamtökum á opinberum markaði.

Kjaraviðræður eru nú hafnar milli FHSS og ríkis en þeim viðræðum er ekki lokið. FHSS fundar nú jafnt og þétt með ríkinu um sín sérmál með það að markmiði að ná fram ásættanlegri niðurstöðu fyrir félagsfólk. Þegar því samtali er lokið verður fyrst hægt að skrifa undir kjarasamning sem verður borin undir atkvæði félagsfólks að lokinni kynningu.