Sköpum samfélag fyrir öll
BHM býður til málþings á Kvennafrídegi þar sem rætt verður hvernig við upprætum misrétti og ofbeldi
Málþingið verður haldið á Grand hótel þann 24. október frá kl. 9:00 til 12:00. Viðburðinum verður einnig streymt inn á streymissíðu BHM. Morgunverður er frá kl. 8:30 og skráningu á málþingið má finna hér að neðan.
Dagskrá
Setning málþings
Friðrik Jónsson, formaður BHM
Misjafnt fé - ævitekjur gagnkynja hjóna
Þóra Kristín Þórsdóttir, sérfræðingur í greiningum hjá BHM.
Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum kvenna á Íslandi - niðurstöður úr Áfallasögu kvenna
Edda Björk Þórðardóttir, lektor við Læknadeild Háskóla Íslands og klínískur sálfræðingur á LSH.
Vinnumarkaður sem leiðréttir sig ekki sjálfur -um inngildingu og heildræna nálgun
Herdís Sólborg Haraldsdóttir, eigandi IRPA ráðgjöf
Fyrra pallborð:
- Alma Dóra Ríkarðsdóttur, viðskiptafræðingur, þáttastjórnandi hlaðvarpsins Konur í nýsköpun, sérfræðingur í jafnréttismálum og stofnandi smáforritsins HEIMA
- Sæunn Gísladóttir, hagfræðingur, sérfræðingur hjá Rannsóknamiðstöð HA, þýðandi Ósýnilegra kvenna eftir Caroline Criado Perez
Seinna pallborð:
- Sigrún Sigurðardóttir, dósent við HA á Heilbrigðisvísindasviði, hefur rannsakað áfallamiðaða þjónustu og sálræn áföll og ofbeldi
- Claudia Ashanie Wilson, mannréttindalögfræðingur, annar höfundur skýrslunnar Jafnrétti innflytjenda á atvinnumarkaði
- Sigríður Jónsdóttir, viðskiptafræðingur með diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði og meðlimur í Tabú, hreyfingu fatlaðra kvenna.
Boð á opnun á vefsíðu um sögu rauðsokkana
Guðrún Hallgrímsdóttir, matvælaverkfræðingur og rauðsokka
Fundarstjóri er Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM.