Beint í efni

Sáttamiðlun í daglegu lífi

Miðvikudaginn 6. september kl. 11:00-12:00 í streymi á Teams

Elmar Hallgríms Hallgrímsson er lögfræðingur sem hefur kennt samningatækni um árabil, m.a. við Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn er félagsfólki að kostnaðarlausu, hann verður tekinn upp og gerður aðgengilegur í viku í kjölfarið á Mínum síðum BHM.

  • Sáttamiðlun er aðferðafræði sem nýtur sífellt meiri vinsælda enda nýtist hún við úrlausn ágreiningsmála í viðskiptum og innan fyrirtækja en jafnframt í daglegu lífi.
  • Farið verður yfir grunnatriði sáttamiðlunar og hvað aðferðarfræðin gengur út á.
  • Leitast verður við að gera yfirferðina hagnýta svo hún nýtist þátttakendum í störfum sínum sem og í einkalífi.