Ríkisstjórnin forgangsraði betur
Ríkisstjórnin þarf að að gera meira til að styðja við peningastefnuna og verja kaupmátt almennings. Stíga þarf markviss skref til að vinna gegn fákeppni.
Hlutdeild fyrirtækja í verðmætasköpun hagkerfisins jókst milli áranna 2021 og 2022 og framleiðni hefur aukist umfram laun á tíma núverandi ríkisstjórnar. Verðbólga jókst hlutfallslega mest á Íslandi í alþjóðlegum samanburði horft til síðustu 6 mánaða. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umsögn BHM um fjármálaáætlun 2024-2028.
Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM fjallaði um umsögnina í frétt á vef BHM.