Beint í efni

Næstu viðburðir á fræðsludagskrá BHM

Eftirfarandi fyrir eru fyrirlestrar framundan á fræðsludagskrá BHM en þeir eru opnir öllum félögum aðildarfélaga BHM þeim að kostnaðarlausu.

Lífeyrisréttindin þín - fyrirlestur

Fimmtudaginn 24. Nóvember kl. 13:00-14:00

Sólveig Hjaltadóttir frá Landssamtökum lífeyrissjóða fer yfir helstu atriði sem snúa að þínum lífeyrisréttindum.

Farið verður yfir hvernig réttindi safnast upp, hvernig þau eru reiknuð út, hvort það borgi sig fyrir hjón að sameina réttindi, hvernig þau eru flutt o.fl.

Félagsfólk er velkomið í sal BHM í Borgartúni 6 á 4. Hæð. Einnig verður í boði að fylgjast með rafrænt á Teams. Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Mínum síðum í viku í kjölfarið.

Við starfslok: Vinaverkefni Rauða krossins

Rafræn kynning á gefandi sjálfboðaliðastarfi fyrir fólk sem er hætt að vinna.

Fimmtudaginn 1. desember kl. 12:30-13:00.

Þau sem hafa komið í sjálfboðaliðastörfin hjá Rauða krossinum segja það hafa verið afar gefandi að geta lagt öðrum lið. Mörg tala um að þeim leiðist eftir að þau hætta að mæta til vinnu og leita því til Rauða krossins til að fylla inn í sína dagskrá.

Hera Hallbera Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum mun kynna vinaverkefni Rauða krossins rafrænt á Teams.

Þjónustuframkoma

Fimmtudaginn 8. desember kl. 13:00-17:00

Getur þjónusta verið skemmtileg? Hverjar eru helstu áskoranirnar þegar við erum í þjónustuhlutverki? Hvaða áhrif hefur viðhorf okkar á líðan og afköst í starfi?

Námskeiðið er hugsað til þess að efla fólk í framkomu og samskiptum. Þátttakendur gera æfingar þar sem þeir setja sig í spor viðskiptavinarins. Þetta námskeið eflir vitund um hvað þjónusta er, eykur færni og starfsánægju.

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari.

Námskeiðið verður haldin í Borgartúni 6 en ekki rafrænt, það verður

ekki tekið upp. Námskeiðið er félagsfólki að kostnaðarlausu.