Launahækkun um næstu mánaðamót!
Kæri félagi
Í undangengnum kjarasamningsviðræðum á opinberum markaði lagði FHSS á það þunga áherslu að kaupmáttur háskólamenntaðra yrði tryggður og mikilvægt væri að auka virði háskólamenntunar ef ekki ætti illa að fara.
Aðhald í rekstri, ríkistyrktir kjarasamningar á almennum markaði og áhersla á hækkun lægstu launa undanfarinn áratug eða svo eru á meðal þeirra þátta sem haft hafa hvað mest áhrif á neikvæða þróun kjara og kaupmáttar háskólafólks hjá hinu opinbera. FHSS telur ákaflega mikilvægt að opinberir launagreiðendur séu samkeppnishæfir um þjónustu hæfra sérfræðinga.
Í kjarasamningum á síðasta ári var gengið frá launatöfluauka á milli aðila þar sem hið opinbera skuldbatt sig til að bæta háskólafólki upp misræmi í hækkun launa á almennum og opinberum vinnumarkaði.
Félagar FHSS hjá ríkinu fá því launauppbætur á launatöflu sem nema 1,24% frá 1. september næstkomandi. Uppreiknuð launahækkun á árinu 2025 er því 4,74%. Verðbólga skv. síðustu mælingu er 3,8% og má því segja að FHSS haldi vel sínum hlut.
Virðingarfyllst
FHSS