Beint í efni
Tómas Eiríksson meðstofnandi Lagavita, Steinar Örn formaður FHSS, Jóhann Gunnar formaður SL, Hjalti Einarsson framkvæmdarstjóri Þjónustuskrifstofunnar og Jóhannes Eiríksson meðstofnandi Lagavita.

Samstarf við Lagavita

sérhönnuð gervigreindarlausn fyrir lögfræðinga

Lagaviti í samstarf við Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og Stéttarfélag lögfræðinga

Lagaviti hefur nú gengið frá samstarfssamningi við Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) og Stéttarfélag lögfræðinga (SL). Samningurinn felur meðal annars í sér að löglærðum félagsmönnum FHSS og SL verður gefið færi á að prófa og kaupa aðgang að Lagavita á sérstökum kjörum.

„Lagaviti er spennandi sérhönnuð gervigreindarlausn fyrir lögfræðinga og við erum ánægð með að geta boðið okkar félagsmönnum upp á aðgang að Lagavita á hagstæðum kjörum“ segir Hjalti Einarsson, framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu FHSS og SL.

„Við vorum mjög ánægðir að heyra af áhuga og vilja FHSS og SL til að koma þessu samstarfi á. Við sjáum mikil tækifæri í því að kynna Lagavita fyrir um xxx löglærðum félagsmönnum FHSS og SL og gerum okkur vonir um að í kjölfarið bætist verulega í ört stækkandi áskrifendahóp okkar“ segir Jóhannes Eiríksson, framkvæmdastjóri Lagavita.

Félögin munu í samstarfi við Lagavita bjóða upp á kynningarfund á Teams þann 16. október nk. Þar gefst félagsfólki tækifæri til að kynnast kerfinu og hámarka þannig notkunarmöguleika sína á forritinu. Einnig verður farið yfir sérkjör sem standa félagsfólki til boða.

Skráning á fjarfundinn fer fram hér.