Beint í efni

Jólakveðja og nýr kjarasamningur samþykktur

Kæri félagi

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins sendir félagsfólki bestu óskir um gleðileg jól og farsælt nýtt ár með þökkum fyrir viðburðarríkt og skemmtilegt ár sem er að líða.

Kjarasamningur Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykktur með meirihluta greiddra atkvæða.

Kjörsókn var um 46%. Samningurinn telst samþykktur með 89% greiddra atkvæða

Virðingarfyllst með jólakveðju

Stjórn FHSS.