Beint í efni

Fjármál fyrir starfslok

Hvað er gott að hafa í huga við undirbúning starfsloka?

Það er aldrei of snemmt að huga að fjármálum við starfslok og mikilvægt að gera sér grein fyrir að undirbúningur getur í raun staðið yfir alla starfsævina.

Í boði er námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við undirbúning starfsloka. Meðal þess sem rætt verður um er úttekt lífeyris og séreignar, skattamál, greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar og skipting lífeyris með maka.

Kennari á námskeiðinu er Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Hann hefur haldið fjölda námskeiða um sparnað, fjárfestingar og fleira.

Björn Berg Gunnarsson

Kennari á námskeiðinu er Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Hann hefur haldið fjölda námskeiða um sparnað, fjárfestingar og fleira.

Upplýsingar

. Námskeiðið er fjarkennt.

· Lengd þess er 60 mínútur (1 skipti).

· Námskeiðið fer fram 10. maí kl 17:00-18:00.

· Upptaka af námskeiðinu verður aðgengileg í INNU til 10. júní 2022.

· Skráningafrestur er til og með 9. maí.

· Námskeiðið er frítt fyrir félaga.