Beint í efni

FHSS heldur félagsfund

Fundurinn verður haldinn 30. október kl. 16:00 í Borgartúni 6

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) boðar til félagsfundar þann 30. október frá kl. 16:00 til kl. 17:30 í fundarsalnum Ás á 4. hæð í Borgartúni 6 þar sem aðgengi er fyrir alla. Fundurinn er bæði stað- og fjarfundur og félagar sem hyggjast mæta á fundinn eru vinsamlegast beðin um að skrá sig á hann.

Dagskrá fundar

  1. Lífeyrismál opinberra starfsmanna
  2. Kjaramál - hagræðingakrafa og undirbúningur kjaraviðræðna
  3. Sameiningaviðræður FHSS og FSS
  4. Sameining samstarfsstéttarfélaga FHSS

Athugið að fréttin hefur verið uppfærð en til stóð að halda fundinn þann 3. október en dagsetning hans var síðan færð til 30. október. Sendur hefur verið tölvupóstur á allt félagsfólk um þessa breytingu. Þau sem hafa þegar skráð sig á fundinn þurfa ekki að gera það aftur.