Beint í efni

Byggingaverktakar tvöfalda hverja krónu

Fasteignaverð á Íslandi hefur tvöfaldast að raunvirði á síðustu 10 árum og álagning á byggingarkostnað nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu er í methæðum. 

Viðvarandi skortur virðist á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ruðningsáhrif af ferðaþjónustu gætu reynst samfélaginu dýrkeypt til framtíðar. Lesa má um þetta og fleiri þætti í hagkorni marsmánaðar frá BHM. Á síðustu 10 árum hefur fasteignaverð á Íslandi hækkað um rúmlega 100% að raunvirði. Er það mesta hækkun í samanburði 41 landa Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) og tæplega 60% meiri hækkun en meðaltal OECD. Á sama tíma hefur raunverð fasteigna á hinum Norðurlöndunum aðeins hækkað um fjórðung að meðaltali.

Hagkorn BHM

Mars 2023

Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM fjallar um þetta og meira til í nýju Hagkorni BHM sem leit dagsins ljós núna í mars.