Bragi ráðinn sérfræðingur í fjármálum
Þjónustuskrifstofa FHS eflir starfsemi sína með ráðningu sérfræðings í fjármálum.
Þjónustuskrifstofa FHS hefur ráðið til sín Braga Rúnar Jónsson sem sérfræðing í fjármálum. Um er að ræða hálft stöðugildi og hefur Bragi störf þann 15. maí.
Bragi hefur yfir 25 ára reynslu af af rekstri og fjármálastjórnun fyrirtækja en hann hefur meðal annars starfað sem fjármálastjóri hjá Actavis og sviðstjóri reikningshalds og kostnaðareftirlits hjá Alvotech. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands með MPM gráðu í verkefnastjórnun og MSc gráðu í stjórnun og stefnumótun.
Þjónustuskrifstofa FHS er þjónustueining fyrir fimm aðildarfélög Bandalags háskólamanna og er rekin af Félagi háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, Félagi íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarði, Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélagi lögfræðinga.
Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri Þjónustuskrifstofu FHS„Við erum virkilega ánægð með að fá Braga til liðs við skrifstofuna en hann er frábær viðbót við teymið. Framundan eru krefjandi verkefni á skrifstofunni á sviði fjárhagsgreininga, innleiðingu rafrænna lausna í fjármálum, áætlanagerð og svo framvegis. Reynsla og þekking Braga mun reynast okkur dýrmæt í þessum verkefnum.“