Beint í efni

Afnám áminningarskyldu

Umsögn FHSS

FHSS hefur lagt fram umsögn vegna frumvarps um áform um lagabreytingar sem fela meðal annars í sér afnám áminningarskyldu stjórnenda sem undanfara uppsagnar eða lausnar um stundarsakir. Félagið telur slíkt skref fela í sér verulega réttindaskerðingu fyrir starfsfólk á opinberum vinnumarkaði.

Áminningarskyldan er mikilvæg til að tryggja aðhald, sporna við uppsögnum af geðþótta og auka starfsöryggi. Brottfall hennar gæti jafnframt dregið úr gæðum mannauðsstjórnunar innan stjórnsýslunnar. FHSS bendir á að starfsfólk Stjórnarráðsins hafi ekki verkfallsrétt og því takmarkaða möguleika til að verja hagsmuni sína í kjarabaráttu.

Félagið telur að fyrirhugaðar breytingar þarfnist frekari undirbúnings og samráðs við stéttarfélög opinberra starfsmanna og hvetur eindregið til þess að áform um afnám áminningarskyldunnar verði dregin til baka.