Beint í efni

Aðalfundur FHSS afstaðinn

Aðalfundur FHSS var haldinn 24. mars síðastliðinn

Aðalfundur FHSS var haldinn 24. mars síðastliðinn, fundurinn var bæði stað- og fjarfundur.

Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Skýrsla stjórnar var kynnt, kosið var um lagabreytingar og reikningar félagsins samþykktir.

Fundargögn aðalfundar

Fundargerð og öll fundargögn fundarins má finna hér.

Á fundinum þá fór kjör í stjórn félagsins fram og var settur formaður Steinar Örn Steinarsson kjörinn formaður félagsins til tveggja ára. Þá endurnýjuðu Herdís Helga Sckopka og Benedikt Hallgrímsson umboð sitt sem aðalmenn í stjórn til tveggja ára – í stjórn fyrir eru einnig Jóhanna Norðdahl og Kristján Eiríksson. Þá voru Hugrún R. Hjaltadóttir og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson kjörin varamenn í stjórn.

Nýkjörin formaður og stjórn FHSS þakkar félagsmönnum fyrir traustið sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsmanna næsta árið.