Beint í efni

Aðalfundarboð 2024

Aðalfundur Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) verður haldinn 29. apríl n.k. frá kl. 12:00 - 13:00 í Borgartúni 6 á 4. hæð.

Dagskrá fundar

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári.

3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.

4. Ákvörðun um félagsgjöld.

5. Lagabreytingar

5 a. Lagabreytingareytingartillaga frá félagsmanni - varðar þriðju málsgrein 8. greinar um aðalfund

Lagabreytingareytingartillaga frá félagsmanni:

Stjórn getur ákveðið að aðalfundur fari fram sem fjarfundur eða sem bæði stað- og fjarfundur og skal þess þá getið í fundarboði. Atkvæðagreiðslur og samþykktir skulu fara fram rafrænt.

6. Kosning formanns.

7. Kosning stjórnar.

8. Kosning fyrsta og annars varamanns

9. Önnur mál.

Fundargögn

Inn á vefsíðu félagsins má finna þau fundargögn sem liggja fyrir fundinn. Athugið að öll fundargögn munu birtast á vefsíðu félagsins í síðasta lagi einum sólarhring áður en fundur hefst.

Ársreikningur FHSS 2023

Kosning stjórnar

Tilkynna skal framboð til embættis formanns skriflega til stjórnar eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Um önnur embætti gildir að framboð skal tilkynnt skriflega til stjórnar a.m.k. þremur dögum fyrir aðalfund. Berist ekki framboð í allar trúnaðarstöður í aðdraganda aðalfundar má auglýsa eftir framboðum á fundinum. Vinsamlega sendi framboð í tölvupósti á fhss@fhss.is. Á fundinum verður kosið í eftirfarandi embætti:

· Formaður til tveggja ára.

· Tveir aðalmenn í stjórn til tveggja ára

· Tveir varamenn í stjórn til eins árs - kosið er um fyrsta varamann og annan varamann