Beint í efni

60% aukning hagnaðar á verðbólgutímum

Samkvæmt mati BHM jókst samanlagður rekstrarhagnaður fyrirtækja um 60% á árunum 2018-2022 á sama tíma og verðlag hækkaði um 20%

Rekstrarhagnaður fyrirtækja árin 2021 og 2022 er sá mesti á öldinni, hvort sem litið er til hagnaðar á föstu verðlagi eða í hlutfalli við landsframleiðslu. Vísbendingar eru um að aukinn hagnað megi að hluta skýra með hækkandi álagningu á verðbólgutímum. Hætt er við að launahækkanir verði notaðar sem tylliástæða fyrir verðhækkanir á næstunni.

Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM fjallar um þetta í nýju hagkorni BHM sem leit dagsins ljós núna í byrjun janúar.

Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM